Minnst á kynlífsupptökur af Clinton og Andrési

Í dómsskjölunum er Clinton sagður „vilja þær ung­ar“.
Í dómsskjölunum er Clinton sagður „vilja þær ung­ar“. Ljósmynd/X

Umræður um meint­ar kyn­lífs­upp­tök­ur af Andrési Bretaprins, Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, og auðkýf­ings­ins Rich­ard Bran­son ásamt Jef­frey Ep­stein hafa sprottið upp á ný vegna birt­ingu fleiri dóms­skjala.

Er þetta hluti af dóms­skjöl­um sem hafa verið birt úr rétt­ar­höld­um yfir kær­ustu og sam­sær­is­konu Ep­stein, Ghislaine Maxwell.

Guar­di­an grein­ir frá.

Fram kem­ur í skjöl­un­um að lög­fræðiteymi Jef­frey Ep­stein hafi reynt að grafa und­an áreiðan­leika eins vitn­anna, Sarah Ran­some, þar sem Ran­some hafi á ein­um tíma­punkti full­yrt að hún ætti þess­ar upp­tök­ur en svo seinna meir dregið þá staðhæf­ingu til baka.

Lög­fræðing­ar Ep­steins sögðu að þetta sýndi fram á að Ran­some skorti trú­verðug­leika.

Í skjöl­un­um hafa nöfn fjölda valda­mikla manna komið fram og kem­ur meðal ann­ars fram að Bill Cl­int­on er sagður „vilja þær ung­ar“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert