Hefja árás gegn Hútum

Hútar eru hliðhollir Hamas.
Hútar eru hliðhollir Hamas. AFP

Árás Breta og Banda­ríkja­manna gegn skæru­liðadeild Húta í Jemen er haf­in. Er árás­in gerð í þeim til­gangi að vernda alþjóðleg­ar sigl­inga­leiðir á Rauðahafi. Bresk flug­vél og skip kon­ung­lega sjó­hers­ins munu taka þátt í aðgerðunum.

Tel­egraph grein­ir frá.

Þessi ákvörðun Breta og Banda­ríkja­manna kem­ur í kjöl­far árás­ar Húta á flutn­inga­skip á þriðju­dag sem var sú stærsta frá því þeir hófu árás­ir sín­ar á alþjóðleg­ar sigl­inga­leiðir á Rauðahafi.

Þá skaut Banda­ríkja­her ásamt Bret­um niður átján árás­ar­dróna, tvær stýrif­laug­ar og eina eld­flaug.

Styðja Ham­as

Hút­ar hafa gert 26 árás­ir á Rauðahafi og hafa þær beinst að flutn­inga­skip­um sem þeir segja að hafi tengsl við Ísra­el eða séu skip í eigu vinaþjóða Ísra­els. Hút­ar gera þess­ar árás­ir til stuðnings við hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as og eru Hút­ar studd­ir af klerka­stjórn­inni í Íran.

Rauðahafið er ein mik­il­væg­asta sjó­leiðin á milli Asíu og Evr­ópu fyr­ir olíu- og eldsneyt­is­flutn­inga, sem og neyslu­vör­ur.

Í des­em­ber var sett á fót sam­eig­in­leg varn­araðgerð fleiri en 20 ríkja und­ir for­ystu Banda­ríkj­anna sem hafa samið um að reyna verja skip á þessu svæði frá árás­um Húta.

Nefn­ist sú aðgerð „Operati­on Prosper­ity Guar­di­an“ (OPG), laus­lega þýtt á ís­lensku sem „Vel­meg­un­ar­varðaraðgerðin“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert