Alríkisflugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið á rannsókn á flugvélaframleiðandanum Boeing. Greint er frá þessu í tilkynningu.
Í síðustu viku nauðlenti Boeing 737 Max 9 vél flugfélagsins Alaska Airlines eftir að hleri í farþegarýminu gaf sig þegar vélin var nýlega komin í loftið. 177 farþegar auk áhafnar voru um borð og sakaði engan.
„Þetta atvik hefði aldrei átt að gerast og það má ekki gerast aftur,“ segir í tilkynningu alríkisflugmálastjórnarinnar.
Rannsakað er hvort Boeing hafi ekki tryggt að vörur þeirra væru í samræmi við samþykkta hönnun og í öruggu ástandi í samræmi við reglur alríkisflugmálastjórnarinnar.
This incident should have never happened and it cannot happen again. The FAA formally notified Boeing that it is conducting an investigation. pic.twitter.com/FJripns1CP
— The FAA ✈️ (@FAANews) January 11, 2024