Jörð skalf við kjarnorkutilraunasvæði

Skjálftinn varð til með náttúrulegum hætti
Skjálftinn varð til með náttúrulegum hætti AFP

Jarðskjálfti af stærðinni 2,4 reið yfir nærri kjarnorkutilraunasvæði í Norður-Kóreu í dag. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá en vitnar í veðurstofu Suður-Kóreu.

Jarðskjálftinn, sem varð til af náttúrulegum ástæðum að sögn veðurstofunnar, mældist 41 kílómetra norðvestur af Kilju, þar sem finna má kjarnorkutilraunasvæði.

Skjálftinn mældist kl. 19 að staðar tíma (10 að íslenskum tíma) á 20 kílómetra dýpi.

Norður-Kórea gerði sex kjarnorkutilraunir í tilraunastöðinni í Punggye-ri á árunum 2006 til 2017. 

Árið 2017 olli kjarnorkutilraun skjálfta sem mældist 6,3 að stærð og fannst yfir landamærunum í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert