Segir 10 þúsund deyja úr Covid í hverjum mánuði

Tæknilegur stjórnandi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, þegar kemur að Covid-19, Dr. Maria Van Kerkhove, segir að á heimsvísu deyi enn um 10 þúsund manns í hverjum mánuði af völdum sjúkdómsins.

Hún leggur áherslu á að þessi tala endurspegli gögn frá 50 löndum og að raunveruleg tala sé líklega hærri, þar sem önnur lönd greina ekki frá dauðsföllum.

Í lok síðasta árs höfðu um sjö milljónir manna dáið af völdum Covid í heiminum öllum samkvæmt skráðum tilfellum hjá WHO, bætir hún við, en raunverulegur fjöldi er talinn vera að minnsta kosti þrefalt hærri.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka