Eldgos hafið í Japan

Suwanose-eyju er í suðvesturhluta Japans.
Suwanose-eyju er í suðvesturhluta Japans. Kort/Google

Eldgos hófst á Suwanose-eyju í suðvesturhluta Japans rétt eftir miðnætti á staðartíma. 

Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki og þá hafa ekki verið gefin út fyrirmæli um rýmingu. Um 50 manns búa á eyjunni. 

Veðurstofa Japans hvatti fólk á svæðinu til þess að „forðast hættusvæði“.

Eldgosið varð við Otake-fjall og er hætta á að stórir steinar kastist upp í loftið í um tveggja kílómetra radíus frá gígnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka