„Enginn mun stöðva okkur“

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að enginn myndi koma í veg fyrir sigur Ísraels í stríðinu gegn Hamas-hryðjuverkasamtökunum.

Á morgun verða liðnir hundrað dagar frá upphafi stríðsins á Gasasvæðinu. Átökin hófust með árás Hamas í Ísrael 7. október.

„Enginn mun stöðva okkur,“ sagði Netanjahú á blaðamannafundi í dag og vísaði meðal annars til þjóðarmorðskæru gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.

Íbúar geti ekki snúið aftur í bráð

Netanjahú sagði að með árásunum á Gasa hefði flestum vígamönnum Hamas þegar verið útrýmt.

Hann bætti þó við að íbúar sem hafa flúið frá norðurhluta Gasa gætu ekki snúið aftur til heimila sinna í bráð.

„Það eru alþjóðalög sem segja einfaldan hlut – þú fjarlægir íbúa og leyfir þeim ekki að snúa aftur á meðan hættan er fyrir hendi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert