Margrét Þórhildur Danadrottning hefur formlega látið af völdum. Sonur hennar, Friðrik tíundi, er nýr konungur í Danmörku.
Meira en 100 þúsund manns voru í miðborg Kaupmannahafnar af þessu tilefni í dag og fylgdist með Margréti Þórhildi fara frá Kristjánsborgarhöll eftir að hafa afsalað sér krúninni með formlegum hætti. Þar með lýkur 52 ára valdatíð Margrétar Þórhildar. Þegar hún yfirgaf höllina sagði hún tárvotum augum: „Guð varðveiti konunginn.“
Í kjölfarið steig Friðrik konungur út á svalir Kristjánsborgarhallar og veifaði til viðstaddra. „Móður minni tókst það sem fáum hefur tekist, að verða samofin þjóð sinni,“ sagði hann í ávarpi og bætti því við að hann vonaðist eftir því að geta verið sameiningartákn í framtíðinni.