Lloyd Austin útskrifaður af sjúkrahúsi

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var í dag útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Virginíu. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá ráðherranum en hann hafði áður leynt því fyrir Hvíta húsinu og Bandaríkjaþingi, að hann hefði legið þar. 

„Ég er þakklátur fyrir þá frábæru meðferð sem ég naut á Walter Reed-hersjúkrahúsinu og vil þakka læknum og hjúkrunarfólki fyrir fagmennsku þeirra og stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni frá Austin. Þar kom einnig fram að hann muni dvelja heima hjá sér um sinn meðan hann er að safna kröftum og sinna skyldum sínum þaðan. 

Austin, sem er sjötugur að aldri greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í byrjun desember og gekkst undir aðgerð 22. desember. Hann var síðan lagður inn vegna fylgikvilla en Joe Biden Bandaríkjaforseti vissi ekki af innlögninni fyrr en 4. janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert