WHO: Bóluefni bjargað 1,4 milljónum mannslífa

Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu.
Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu. AFP

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) seg­ir bólu­efni við kór­ónu­veirunni hafi bjargað að minnsta kosti 1,4 millj­ón­um manns­lífa í Evr­ópu. 

Bólu­setn­ing sé ástæða þess að fólk njóti lífs­ins en mik­il­vægt sé að halda heil­brigðismál­efn­um á dag­skrá. 

Sam­kvæmt nýj­ustu gögn­um svæðis­skrif­stofu WHO í Evr­ópu sem nær yfir 53 lönd, þar á meðal í Mið-Asíu, hafa verið skráð meira en 277 millj­ón­ir kór­ónu­veiru­smita og meira en 2,2 millj­ón­ir dauðsfalla af völd­um kór­ónu­veirunn­ar.

Fólk nýt­ur lífs­ins þökk sé bólu­setn­ing­um

Yf­ir­maður Evr­ópu­deild­ar Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar, Hans Klu­ge, sagði í sam­tali við frétta­menn: „Núna eru 1,4 millj­ón­ir ein­stak­linga á svæðinu okk­ar, flest­ir aldraðir, sem eru til staðar að njóta lífs­ins með ást­vin­um sín­um vegna þess að þeir tóku þá mik­il­vægu ákvörðun að láta bólu­setja sig gegn kór­ónu­veirunni.“

Hann bæt­ir við að fyrstu örvun­ar­skammt­arn­ir ein­ir og sér hafi bjargað um 700.000 manns­líf­um.

Heil­brigðis­kerfið að hverfa af dag­skrá ráðamanna

Klu­ge seg­ir nauðsyn­legt að fólk verndi sjálft sig, sér­stak­lega þeir sem eru viðkvæm­ast­ir. Einnig sé nauðsyn­legt að ríki Evr­ópu haldi áfram að byggja upp og fjár­festa í sterku heil­brigðis­kerfi. 

Hann bæt­ir einnig við að nauðsyn­legt sé að fjár­magn sé sett í heil­brigðis­kerfið til að koma í veg fyr­ir skort á heil­brigðis­starfs­mönn­um og lyfja­skort. Hann hef­ur vax­andi áhyggj­ur af því að mál­efni heil­brigðis­kerf­is­ins séu að hverfa af dag­skrá ráðamanna. 

„Við gæt­um verið óviðbúin fyr­ir ein­hverju óvenju­legu, eins og nýju al­var­legra af­brigði af kór­ónu­veirunni eða öðrum óþekkt­um sjúk­dómi.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert