Vill gera skólabúninga að skylduklæðnaði

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti telur að skólabúningar geti dregið úr stéttaskiptingu …
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti telur að skólabúningar geti dregið úr stéttaskiptingu meðal annars. AFP/Ludovic Marin

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti til­kynnti í gær nýtt til­rauna­verk­efni sem snýr að upp­töku skóla­bún­inga inn­an Frakk­lands. 

Til­rauna­verk­efnið mun eiga sér stað til að byrja með í 100 skól­um og ef vel geng­ur er stefnt að því að gera skóla­bún­inga að skyldu­klæðnaði í öll­um skól­um Frakk­lands. 

Í gær bauð Macron fjöl­miðlamönn­um í for­seta­höll­ina, Élysée, og sat fyr­ir svör­um í rúma tvo tíma, þar sem stiklað var á ýmsu í tengsl­um við málið. 

Hvað felst í lýðveld­inu?

Macron sagði að upp­taka skóla­bún­inga gæti dregið úr stétta­skipt­ingu milli nem­enda og skapað rými þar sem virðing er í há­veg­um höfð. Þá studdi hann þá hug­mynd að tryggja skuli að öll börn læri þjóðarsöng Frakka á fyrstu árum grunn­skóla. 

„Hver kyn­slóð Frakka verður að læra hvað felst í lýðveld­inu,“ sagði hann. 

For­set­inn vonaðist einnig eft­ir því að gera leik­list að skyldufagi í skól­um Frakk­lands og seg­ir fagið tengja nem­end­ur við merk leik­verk ásamt því að kenna þeim sjálfs­ör­yggi og sviðsfram­komu. 

Hann varpaði einnig fram þeirri hug­mynd að tak­marka tölvu­notk­un barna, en ekki kom fram með hvaða hætti það yrði gert. 

Vildi forðast stig­mögn­un

Macron ít­rekaði stuðning sinn við Úkraínu á fund­in­um og sagði stríðið í land­inu­vera sitt helsta áhyggju­efni. 

„Við meg­um ekki lúta í lægra haldi fyr­ir Rússlandi. Ef það ger­ist brest­ur ör­yggi Evr­ópu og ná­granna­landa Rúss­lands.“

Þá sagði hann að Frakk­land hefði ekki gengið til liðs við Banda­rík­in og Bret­land í árás þeirra á Húta í Jemen til þess að forðast „stig­mögn­un“ átaka.

Lofaði lög­um og reglu

Macron lofaði lög­um og reglu á göt­um Frakk­lands með því að: „Hafa heim­il á land­mær­un­um, berj­ast gegn óæski­legri hegðun með því að tvö­falda fjölda lög­reglu­manna á göt­un­um, berj­ast gegn eit­ur­lyfj­um og berj­ast gegn öfga­full­um iðkend­um íslams.“

Á sama tíma fagnaði hann sigri sín­um á öfl­um sem eru langt til hægri í síðustu kosn­ing­um og vísaði til Mar­ine Le Pen, for­manns Nati­onal Rally: „Það gleður mig að hafa hindrað starf­semi þeirra og ég mun gera allt í mínu valdi til þess að halda áfram að hindra fram­gang þeirra, enda er það í þágu þjóðar­inn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert