Skotárásin í Uvalde: Lögregla brást

Lögreglumaður við Robb-grunskólann í Uvalde.
Lögreglumaður við Robb-grunskólann í Uvalde. AFP/Chandan Khanna

Lögregla í Texas brást þegar byssumaður hóf skothríð í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas og myrti 19 nemendur og tvo kennara í maí árið 2022.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að lögregla hefði getað stöðvað skotárásina mun fyrr ef rétt hefði verið brugðist við.

Lögregla skaut að lokum byssumanninn til bana.

Settu sig í forgang yfir líf óbreyttra borgara

Tæplega 400 lögregluþjónar voru á vettvangi og yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra var frá al­rík­is­lög­regl­unni og rík­is­lög­regl­unni í Texas. Mikil óreiða skapaðist þar sem ekki var ljóst hver stýrði aðgerðum og samkvæmt skýrslunni voru aðstæður ekki metnar á réttan hátt.

Það tók langan tíma fyrir lögreglu að átta sig á að um skotárás væri að ræða. Lögreglumenn biðu í meira en klukkustund fyrir utan skólastofur þar sem skotum var hleypt af.

Skotárásin var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna og lögregla í Uvalde hefur setið undir mikilli gagnrýni í kjölfar hennar.

Sagt er að lögreglu hafi mistekist í að forgangsraða björgun óbreyttra borgara fram yfir eigin öryggi. Háttsettir stjórnendur innan lögreglunar hafa verið látnir að taka poka sinn í kjölfarið.

Mistök lögreglu höfðu gríðarleg áhrif

Í stuttu máli má segja að viðbrögðin við hópslysinu í Robb Elementary School 24. maí 2022 hafi verið misheppnuð,“ segir í skýrslu dómsmálaráðuneytisins, sem er um 550 blaðsíður að lengd.

Þá segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát ef lögregla hefði brugðist rétt við.

Árásarmaðurinn hleypti af um það bil 142 skot­um inni í bygg­ing­unni og fékk að athafna sig innan veggja skólans í 77 mínútur áður en lögregla skaut á hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert