Rússar vilja gíslana lausa úr haldi

Pútín Rússlandsforseti. Stjónvöld vilja að Hamas leysi gísla úr haldi.
Pútín Rússlandsforseti. Stjónvöld vilja að Hamas leysi gísla úr haldi. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa hvatt hryðjuverkasamtökin Hamas til að láta gísla lausa. Í árás Hamas á Ísrael í október voru 250 gíslar teknir en 132 þeirra eru taldir vera í haldi Hamas á Gasaströndinni.

Mikhail Bogdanov, varautanríkisráðherra Rússlands, hefur í viðræðum við leiðtoga Hamas hvatt hryðjuverkasamtökin til að leysa gísla úr haldi tafarlaust, að því er utanríkisráðuneyti Rússlands hefur tilkynnt.

Styðji réttindi palestínsku þjóðarinnar

Hryðjuverkasamtökin hafa hins vegar gefið út að á fundinum hafi samtökin skerpt á afstöðu sinni og gildum í sambandi við gíslatökuna.

Þá hafi þau rætt vopnahlé á hernumdum svæðum auk þess sem Bogdanov hafi lagt áherslu á að Rússland styðji réttindi palestínsku þjóðarinnar.

Þá hitti Bogdanov einnig sendiherra Ísraels í Moskvu, Simonu Halperin. Rússnesk stjórnvöld segja að henni hafi verið gert ljóst að Rússar krefjist þess að gíslum á Gasasvæðinu verði sleppt, þar á meðal gíslum af rússneskum uppruna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka