Fimm létust í árás Ísraelshers á Damaskus

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/Jack Guez

Að minnsta kosti fimm létust í árás Ísraelshers á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. 

Árásin var gerð á fjögurra hæða byggingu í borginni þar sem leiðtogar úr röðum Írana funduðu.

Árásin var gerð í Mazzeh-hverfinu þar sem að meðal annars má finna höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi og ýmis sendiráð.

Aukin spenna er í Mið-Austurlöndum eftir að stríð Ísra­els­manna gegn Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­un­um, sem styðja Íran, braust út á Gasa­svæðinu þann 7. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka