Afstaða Netanyahús „vonbrigði“

Shapps er ekki sammála Netanyahu.
Shapps er ekki sammála Netanyahu. Samsett mynd/AFP/Henry Nicholls/Ronen Zvulun

Grant Shapps, varnarmálaráðherra Breta, segir andstöðu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, við fullveldi Palestínu vonbrigði.

„Ég held að það séu í raun vonbrigði að heyra þetta frá ísraelska forsætisráðherranum,“ segir Shapps við breska miðilinn Sky News.

Ísraelsríki hefur nú átt í átökum við palestínsku hryðjuverkasamtökin Hamas í rúma þrjá mánuði, eða síðan 7. október þegar Hamas-liðar réðust inn í Ísrael og myrtu saklausa borgara.

Ísland var eitt fyrsta ríki heims til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert