Páfi vill að nunnurnar verði leystar úr haldi

Frans páfi ávarpaði áhorfendur fyrir utan Vatíkanið fyrr í dag.
Frans páfi ávarpaði áhorfendur fyrir utan Vatíkanið fyrr í dag. AFP/Filippo Monteforte

Frans páfi kallaði eftir því í sunnudagsávarpi sínu í dag að sex nunnur, sem mannræningjar tóku höndum á Haítí á föstudag, yrðu látnar lausar. Átta manns voru tekin höndum af mannræningjum er þau ferðuðust með rútu í Port-au-Prince. 

Nunnurnar voru teknar sem gíslar á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi hefur verið færst í aukana í Haítí.

Biður fyrir um sátt og samlyndi

„Ég var harmi sleginn þegar ég frétti af mannráninu í Haítí og sex systrunum meðal þeirra sem teknir voru,“ sagði páfinn fyrr í dag. 

„Í einlægni minni hvet ég þá sem eiga í hlut að láta þau laus úr haldi og mun biðjast fyrir um sátt og samlyndi innan landsins,“ sagði hann og enn fremur: 

„Ég biðla til allra að binda enda á ofbeldið sem kvelur þetta dýrmæta þjóðfélag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert