Björn segir skilið við Karólínska sjúkrahúsið

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, en hann hefur verið forstjóri í tæp fimm ár. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu, sem fjallað er um á vefnum Life science í Svíþjóð.

Björn segir í tilkynningunni að þrátt fyrir að kóróveirufaraldurinn hafi staðið yfir lengi, og reynt mjög á sjúklinga og starfsmenn, þá hafi spítalanum tekist að taka í gagnið aðgerðir til að koma honum úr mjög erfiðri stöðu. Tekist hafi að rétta af mikinn rekstrarhalla, upp á 1,9 milljarða sænskra króna (um 25 milljarðar íslenskra króna) og bæta alla aðstöðu til muna. Nú sé ekki lengur efast um getu sjúkrahússins sem sé eitt það besta í heimi. Björn ítrekar að þessi góða staða sé starfsfólkinu að þakka. 

Unnið er að því að finna eftirmann Björns. Patrik Rossis tekur við sem starfandi forstjóri frá og með 4. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert