Bandaríska flugmálaeftirlitið (FAA) hefur ákveðið að skoða aðra tegund Boeing-farþegavéla í kjölfar atviks sem varð fyrr í þessum mánuði þegar hleri fyrir dyr sem var í ekki í notkun opnaðist í miðju flugi.
Í kjölfar atviksins 5. janúar ákvað FAA að kyrrsetja ríflega 170 farþegaþotur af gerðinni 737 Max 9.
Stofnunin greindi frá því í gær að flugfélög ættu einnig að skoða eldri tegundir sem eru af gerðinni 737-900ER.
Að sögn FAA er þetta aðeins gert í öryggiskyni, að því er segir í umfjöllun breska útvarpsins.
Engin vandamál eða atvik hafa verið tilkynnt í sambandi við vélar af gerðinni 737-900ER, en vélarnar nota sömu gerð af hlerum til að loka dyrum sem eru ekki í notkun.
Farþegaþota Alaska Airlines varð að nauðlenda þegar hún var að fljúga til Kaliforníu frá Portland 5. janúar. Þá losnaði hlerinn með þeim afleiðingum að stórt op myndaðist á skrokki vélarinnar í miðju flugi.