Aldrei fleiri hermenn fallið á einum degi

Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu.
Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu. AFP

Ísraelsher segir að 24 hermenn hafi verið drepnir á Gasasvæðinu í gær, sem er mesta mannfall hermanna síðan herinn réðst inn á Gasasvæðið 27. október.

Flestir hermannanna létust þegar sprengjuárás var gerð á skriðdreka og byggingu, að sögn Daniels Hagari, talsmanns hersins.

Hann sagði leit að fórnarlömbunum hafa staðið lengi yfir og gaf í skyn að líkin hefðu verið grafin undir rústum.

Ísraelar hófu umfangsmiklar aðgerðir gegn Hamas á Gasasvæðinu eftir að liðsmenn samtakanna gerðu árás í Ísrael 7. október.

Benjamín Netanjahú.
Benjamín Netanjahú. AFP/Ronen Zvulun

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að herinn hafi hafið rannsókn á dauða hermannanna.

„IDF (Ísraelsher) hefur hafið rannsókn á þessum hörmulega atburði. Við verðum að draga nauðsynlegan lærdóm af þessu og gera allt sem við getum til að halda hermönnunum okkar á lífi,” sagði Netanjahú í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert