Bandarískar hersveitir hafa gert loftárásir á þrjár herstöðvar Hisbollah-herfylkisins í Írak, sem bundið er Íran tryggðarböndum.
Var það gert í hefndaskyni vegna árása vígamanna sem hliðhollir eru írönskum stjórnvöldum á flugherstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn.
Beindust árásir Bandaríkjamanna að þremur herstöðvum Hisbollah-herfylkisins í Írak auk annarra vopnaðra sveita vígamanna sem hliðhollir eru Íran í Írak.
Voru árásir meðal annars gerðar á höfuðstöðvar Hisbollah, geymslur, æfingasvæði, flugskeyti og ómönnuð loftför.