Rússnesk herflugvél fórst

Rússneskir hermenn standa vörð í Belgorod fyrr í mánuðinum.
Rússneskir hermenn standa vörð í Belgorod fyrr í mánuðinum. AFP/Olga Maltseva

Rússar segja að herflutningavél með 65 úkraínska stríðsfanga um borð hafi brotlent í vesturhluta héraðsins Belgorod við landmærin að Úkraínu.

„Um borð voru 65 úkraínskir hermenn, sem höfðu verið handteknir og flytja átti til Belgorod-héraðs vegna fangaskipta, ásamt sex úr áhöfninni og þremur fylgdarmönnum,” sagði í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins.

Slysið varð klukkan 11 að staðartíma, eða klukkan 8 að íslenskum tíma.

Myndskeið á samfélagsmiðlum sýna stóra flugvél sem sögð er í Belgorod-héraði hrapa til jarðar og lenda á hliðinni áður en það kviknar í henni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert