Í ljósum logum eftir árás: Herskip komin til hjálpar

Frá aðgerðum um borð í bandaríska herskipinu USS Dwight D. …
Frá aðgerðum um borð í bandaríska herskipinu USS Dwight D. Eisenhower. AFP

Ol­íu­skip er í ljós­um log­um á Aden-flóa eft­ir að Hút­ar hæfðu það með að minnsta kosti einni eld­flaug. 

Árás­in kem­ur í kjöl­far annarr­ar fyrr í dag, sem gerð var á her­skip Banda­ríkj­anna, en áhöfn skips­ins skaut þá eld­flaug niður áður en hún gat hæft skot­mark sitt.

Skipið óskað eft­ir aðstoð

Hút­ar eru studd­ir af klerka­stjórn­inni í Íran og segj­ast með árás­um sín­um vera að styðja málstað Palestínu­manna á Gasa í stríði Ísra­els og hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as.

Ol­íu­skipið, sem er breskt og ber nafnið Marlin Luanda, held­ur enn sjó en hef­ur óskað eft­ir aðstoð.

Stofn­un á veg­um breska sjó­hers­ins, sem fylg­ist með fram­gangi viðskipta á heims­höf­un­um, hef­ur greint frá árás­inni.

Segja eld­flaug­ar hafa hæft skipið

Hút­ar hafa þegar lýst árás­inni á hend­ur sér og segja fleiri en eina eld­flaug hafa hæft skipið.

Talsmaður víga­hóps­ins, Ya­hya Saree, til­kynn­ir þetta.

„Árás­in hitti í mark og hafði í för með sér að það kviknaði í skip­inu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu hans.

Upp­fært kl. 21.54:

Her­skip hafa svarað hjálp­arkalli ol­íu­skips­ins og sigla nú við hlið þess. All­ir skip­verj­ar eru sagðir óhultir.

Áhafn­ir annarra skipa á svæðinu eru beðnar um að fara með gát.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert