Eyðilögðu flugskeyti Húta eftir árásina

Frá aðgerðum um borð í bandaríska herskipinu USS Dwight D. …
Frá aðgerðum um borð í bandaríska herskipinu USS Dwight D. Eisenhower. AFP

Banda­rísk­ar her­sveit­ir eyðilögðu flug­skeyti Húta sem stefndi á Rauðahaf, nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að Hút­ar hæfðu breskt ol­íu­skip á Aden-flóa.

Aðgerðastjórn­stöð Banda­ríkja­hers (CENTCOM) sagði aðgerðina hafa verið gerða í sjálfs­vörn þar sem flug­skeytið var til­búið til að fara á loft.

„Sveit­ir gerðu árás og eyðilögðu flug­skeytið í sjálfs­vörn,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu CENTCOM.

„Árás­in varð til þess að skipið brann“

Breska ol­íu­skipið Marlin Luanda varð fyr­ir flug­skeyta­árás Húta í gær­kvöldi.

„Árás­in varð til þess að skipið brann,“ sagði talsmaður víga­hóps­ins, Ya­hya Saree.

Her­skip komu ol­íu­skip­inu til aðstoðar og eru all­ir skip­verj­ar sagðir óhultir.

Hút­ar eru studd­ir af klerka­stjórn­inni í Íran og segj­ast með árás­um sín­um vera að styðja málstað Palestínu­manna á Gasa í stríði Ísra­els og hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as.

Banda­rísk­ar og bresk­ar her­sveit­ir hafa hafið sam­eig­in­leg­ar árás­ir til að draga úr getu Húta til að miða á skip sem sigla um helstu viðskipta­leið Rauðahafs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert