Bandarískir hermenn fallnir í árás í Jórdaníu

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lofað hefndaraðgerðum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lofað hefndaraðgerðum. AFP/Mandel Ngan

Þrír banda­rísk­ir her­menn féllu í dróna­árás á her­stöð Banda­ríkja­manna í Jórdan­íu í nótt, að sögn hers­ins.

Þetta er fyrsta sinn sem banda­rísk­ir her­menn falla í Mið-Aust­ur­lönd­um frá því að stríðið á Gasa­strönd­inni hófst í októ­ber.

Joe Biden heit­ir hefnd

Til viðbót­ar særðust 25 í árás­inni, sem var gerð í norðaust­an­verðri Jórdan­íu, ná­lægt landa­mær­um að Sýr­landi, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá aðgerðastjórn­stöð Banda­ríkja­hers.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur lofað hefnd­araðgerðum en hann seg­ir að árás­in hafi verið fram­kvæmd af víga­sam­tök­um sem njóta stuðnings Írana. 

„Ég ef­ast ekki um það – við mun­um draga alla þá til ábyrgðar sem bera ábyrgð á þessu, á þeirri stund og á þann hátt sem við vilj­um,“ seg­ir Biden í yf­ir­lýs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert