Bandarískir hermenn fallnir í árás í Jórdaníu

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lofað hefndaraðgerðum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lofað hefndaraðgerðum. AFP/Mandel Ngan

Þrír bandarískir hermenn féllu í drónaárás á herstöð Bandaríkjamanna í Jórdaníu í nótt, að sögn hersins.

Þetta er fyrsta sinn sem bandarískir hermenn falla í Mið-Austurlöndum frá því að stríðið á Gasaströndinni hófst í október.

Joe Biden heitir hefnd

Til viðbótar særðust 25 í árásinni, sem var gerð í norðaustanverðri Jórdaníu, nálægt landamærum að Sýrlandi, samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn­stöð Banda­ríkja­hers.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lofað hefndaraðgerðum en hann segir að árásin hafi verið framkvæmd af vígasamtökum sem njóta stuðnings Írana. 

„Ég efast ekki um það – við munum draga alla þá til ábyrgðar sem bera ábyrgð á þessu, á þeirri stund og á þann hátt sem við viljum,“ segir Biden í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert