Hver er Nikki Haley?

Nikki Haley hefur aukið fylgið sitt að undanförnu en á …
Nikki Haley hefur aukið fylgið sitt að undanförnu en á enn mjög langt í land ef hún ætlar að sigra Trump. AFP/Getty Images/Allison Joyce

Nikki Haley er síðasti mót­fram­bjóðandi Don­alds Trump í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um.

Þegar hún til­kynnti fram­boð sitt fyr­ir 11 mánuðum mæld­ist hún með 3,8% fylgi en fyr­ir þrem­ur dög­um hlaut hún 43,3% at­kvæða í kosn­ingu í New Hamps­hire á móti Trump.

For­eldr­ar Haley eru inn­flytj­end­ur frá Indlandi og þurfti hún, að henn­ar sögn, oft að líða mis­mun­un fyr­ir það að vera með dekkri húðlit en aðrir í smá­bæn­um sem hún ólst upp í. Hún seg­ir þó að ákvörðun for­eldra henn­ar um að flytja til Banda­ríkj­anna hafi verið besta ákvörðun sem þau hefðu nokk­urn tím­ann getað tekið.

Leit á þetta sem svik við sig

Nikki Haley er fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Suður-Karólínu og var kjör­inn rík­is­stjóri þar í tvígang. Þjónaði hún frá ár­un­um 2011-2017 og frægt er þegar hún tók ákvörðun um að fjar­lægja Suður­ríkja­fán­ann, sem hafði fengið að blakta fyr­ir utan rík­isþingið. Tók hún þá ákvörðun í kjöl­far hrylli­legr­ar skotárás­ar í kirkju sem svart­ir sóttu.

Haley var svo til­nefnd af sjálf­um Don­ald Trump til að þjóna sem sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum. Þar juk­ust vin­sæld­ir henn­ar meðal flokks­manna og líka hjá Trump, en hún varði þar af krafti Banda­rík­in og Ísra­el. Þar að auki gagn­rýndi hún harðlega Íran og Kína.

Þann 14. fe­brú­ar 2022 til­kynnti hún svo loks að hún hygðist bjóða sig fram til for­seta. Þetta hafði legið í loft­inu í smá tíma og kom því flest­um ekki á óvart. Don­ald Trump leit á þetta sem svik við sig og hafa póli­tísk­ar árás­ir hans gegn henni oft á tíðum verið vel fyr­ir neðan beltið. Kall­ar hann Haley til dæm­is „bir­d­brain Nikki“ og ýjar þar með að því að hún sé með vits­muni á við fugl.

Nikki Haley ásamt ríkisstjóra New Hampshire að heilsa upp á …
Nikki Haley ásamt rík­is­stjóra New Hamps­hire að heilsa upp á kjós­end­ur. AFP/​Getty Ima­ges/​Joe Raedle

Höfðar til breiðari hóps kjós­enda

Í kjöl­far þess að Ron DeS­ant­is dró fram­boð sitt til baka í síðustu viku hef­ur fylgi Haley auk­ist, enda nú aðeins tveir fram­bjóðend­ur eft­ir í fram­boði. Fyrst var for­val í Iowa þar sem hún hlaut 19% at­kvæða en svo hlaut hún 43,3% at­kvæði í for­val­inu í New Hampsire á þriðju­dag. Stór hluti þess fylg­is kom þó frá óflokks­bundn­um, en þeir fá einnig að taka þátt í for­vali flokk­anna í New Hamps­hire.

Mbl.is ræddi við Cor­ey Uhd­en sem er formaður ungliðahreyf­ing­ar í Kali­forn­íu­ríki til stuðnings Nikki Haley (e. CA State Chair of Young Americans for Nikki Haley). Blaðamaður hafði sam­band við hann og bað um út­skýr­ing­ar á því hver mun­ur­inn á Haley og Trump væri frá hans sjón­ar­miði, sem stuðnings­maður Haley.

„Helsti mun­ur­inn á henni og Trump er sá að Haley er íhalds­söm en ein­beit­ir sér að mál­un­um og höfðar til breiðari hóps kjós­enda. Trump ein­beit­ir sér að sín­um vanda­mál­um á meðan Haley hef­ur ein­beitt sér að vanda­mál­um Banda­ríkj­anna,“ seg­ir Cor­ey Uhd­en í sam­tali við mbl.is.

Haley hef­ur verið með auk­inn meðbyr á síðustu vik­um og mánuðum, eins og niður­stöður úr kosn­ing­un­um sýna.

Cor­ey tel­ur að það fel­ist í því að hún hafi slegið já­kvæðari tón í kosn­inga­bar­átt­una. Hann seg­ir að hún hafi varið íhalds­sam­an fer­il sinn af krafti og á sama tíma boðað já­kvæða og bjarta framtíðar­sýn fyr­ir Banda­ríkja­menn.

Corey Uhden.
Cor­ey Uhd­en. Ljós­mynd/​Aðsend

Nikki Haley á langt í land

Þrátt fyr­ir það að fylgi henn­ar hafi auk­ist jafnt og þétt í kosn­inga­bar­átt­unni eru fáir sem telja að hún geti skákað Don­ald Trump. Á landsvísu mæl­ist hann með yfir 66% fylgi meðal Re­públi­kana og hún er fjarri því að ná hon­um.

Næsta ríki sem mun kjósa í for­val­inu verður henn­ar heimaríki, Suður-Karólína, og þar mæl­ist Trump einnig með 30% for­skot á Haley. Það eru nokkr­ar vik­ur í þær kosn­ing­ar, 24. fe­brú­ar, og því spurn­ing hvort Haley nái að brúa þetta mikla bil fram að því. Það telja fáir lík­legt.

Fjöl­miðlar hafa ít­rekað spurt Haley hvort að hún sé í fram­boði til þess að fá að vera vara­for­seta­efni Trumps en hún hef­ur hafnað því. Þar að auki sagði Don­ald Trump ný­lega að hún yrði lík­lega ekki fyr­ir val­inu.

Ljóst er að Nikki haley á langt í land ef hún ætl­ar að hreppa hnossið.

Tel­egraph

RealC­learPolitics

ABC News

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert