Samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar er fundur haldinn í París dag um vopnahlé á Gasa. Forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar sækir fundinn ásamt fulltrúum frá Egyptalandi, Katar og Ísrael.
Yfirvöld í Frakklandi hafa einnig verið í sambandi við ofangreindar þjóðir með það að markmiði að binda enda á átökin milli Ísrael og Palestínu, segja heimildir fréttastofunnar.
Heimildir fréttastofunnar staðfestu enn fremur umfjöllun Washington Post í síðustu viku þess efnis að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði beðið William Burns forstjóra CIA um að ganga að samningsborðinu til þess að semja um lausn gíslanna, sem Hamas tók í árás sinni þann 7. október, gegn vopnahléi á Gasa.