Hyggja á röð árása í Írak og Sýrlandi

Orrustuþotur og herskip sjást hér út um glugga bandarísks flugmóðurskips.
Orrustuþotur og herskip sjást hér út um glugga bandarísks flugmóðurskips. AFP

Áform um gagnárás­ir Banda­ríkj­anna, til að svara fyr­ir árás­ir gegn banda­rísk­um her­mönn­um í Mið-Aust­ur­lönd­um – þar á meðal þeirri sem varð þrem­ur að bana á sunnu­dag, liggja nú fyr­ir og hafa verið samþykkt.

Þetta hef­ur frétta­stofa CBS eft­ir emb­ætt­is­mönn­um vest­an­hafs.

Veður skipt­ir máli

Lagt hef­ur verið á ráðin um röð árása yfir fleiri daga gegn skot­mörk­um í Írak og Sýr­landi. Bein­ast þær meðal ann­ars að ír­önsk­um her­mönn­um og bækistöðvum þeirra.

Veður mun skipta miklu máli við tíma­setn­ingu árás­anna, að sögn emb­ætt­is­mann­anna. Banda­ríski her­inn geti vissu­lega ráðist til at­lögu í slæmu veðri en velji frek­ar að hafa betri sýn yfir þau skot­mörk sem hafa orðið fyr­ir val­inu.

Þannig verði bet­ur komið í veg fyr­ir mann­fall al­mennra borg­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert