Bandaríkin hefja loftárás á Írak og Sýrland

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Robert Schmidt

Banda­ríkja­her hef­ur hafið loft­árás­ir á her­stöðvar ír­anska bylt­inga­varðar­ins og víga­sveit­ir hon­um tengd­ar.

Her­inn hef­ur hæft 85 skot­mörk hið minnsta. 

Loft­árás­in er tal­in vera svar við dróna­árás á Banda­ríkja­her, en þrír her­menn lét­ust í þeirri árás. 

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, greindi frá því í vik­unni að hann hefði tekið ákvörðun um hvernig yrði svarað fyr­ir árás­ina. 

Her­inn greindi frá árás­inni á X í kvöld og sagði þær bein­ast að fyrr­nefnd­um víga­sveit­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert