Bandaríkjaher hefur hafið loftárásir á herstöðvar íranska byltingavarðarins og vígasveitir honum tengdar.
Herinn hefur hæft 85 skotmörk hið minnsta.
Loftárásin er talin vera svar við drónaárás á Bandaríkjaher, en þrír hermenn létust í þeirri árás.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í vikunni að hann hefði tekið ákvörðun um hvernig yrði svarað fyrir árásina.
Herinn greindi frá árásinni á X í kvöld og sagði þær beinast að fyrrnefndum vígasveitum.
CENTCOM Statement on U.S. Strikes in Iraq and Syria
— U.S. Central Command (@CENTCOM) February 2, 2024
At 4:00 p.m. (EST) Feb. 02, U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted airstrikes in Iraq and Syria against Iran’s Islamic Revolutionary Guards Corps (IRGC) Quds Force and affiliated militia groups. U.S. military forces… pic.twitter.com/HeLMFDx9zY