Bandaríkin hefja loftárás á Írak og Sýrland

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Robert Schmidt

Bandaríkjaher hefur hafið loftárásir á herstöðvar íranska byltingavarðarins og vígasveitir honum tengdar.

Herinn hefur hæft 85 skotmörk hið minnsta. 

Loftárásin er talin vera svar við drónaárás á Bandaríkjaher, en þrír hermenn létust í þeirri árás. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í vikunni að hann hefði tekið ákvörðun um hvernig yrði svarað fyrir árásina. 

Herinn greindi frá árásinni á X í kvöld og sagði þær beinast að fyrrnefndum vígasveitum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert