19 manns látnir eftir skógarelda í Chile

Hér má sjá hús brenna í eldsvoða í Viña del …
Hér má sjá hús brenna í eldsvoða í Viña del Mar í Chile í morgun. AFP/Javier Torres

Að minnsta kosti 19 manns hafa látist í skógareldum sem geisa nálægt strönd Chile.

Carolina Toha innanríkisráðherra varaði við því í morgun að sú tala myndi að öllum líkindum hækka.

92 eldar víðs vegar um landið

Þá er búið að bera kennsl á 15 fórnarlömb af þeim 19 sem hafa fundist. 

Bætti Toha því við að um væri að ræða alls 92 elda á yfir 43.000 hektara svæði víðs vegar um landið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert