Biden: Loftárásirnar munu halda áfram

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði árásir á íranska byltingarvörðinn og vígasveitir …
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði árásir á íranska byltingarvörðinn og vígasveitir honum tengdar muni halda áfram. AFP/Kevin Dietsch

Banda­ríski her­inn hæfði alls sjö staði í loft­árás­um sín­um á ír­anska bylt­ing­ar­vörðinn og víga­sveit­ir tengd­ar hon­um í kvöld. 

Fjór­ir staðanna eru í Sýr­landi og þrír í Írak. Alls var skotið á 85 skot­mörk á um 30 mín­út­um. Notaði her­inn til þess að minnsta kosti 125 sprengj­ur.  

Svar Banda­ríkj­anna

Loft­árás­in er svar Banda­ríkja­hers við dróna­árás sem gerð var á her­stöð Banda­ríkja­manna í Jórdan­íu 28. janú­ar. Þrír banda­rísk­ir her­menn féllu í árás­inni. Íranski bylt­ing­ar­vörður­inn og víga­sveit­ir hon­um tengd­ar eru sagðar bera ábyrgð á árás­inni.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti var ómyrk­ur í máli er hann sendi út til­kynn­ingu vegna árás­anna í kvöld. Sagðist hann hafa hug á að hefta út­breiðslu átak­anna fyr­ir botni Miðjarðar­hafs en að hann léti ekki árás­ir á herlið sitt viðgang­ast. „Ef þið vinnið Banda­ríkja­manni mein, þá mun­um við svara,“ seg­ir Biden í til­kynn­ingu sinni.

Verja Banda­rík­in, her­inn og hags­muni sína

Lloyd Aust­in, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, tók í sama streng og for­set­inn. Sagði hann að árás­um á herlið Banda­ríkj­anna yrði svarað. „Við mun­um gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að verja Banda­rík­in, herlið okk­ar og hags­muni,“ sagði varn­ar­málaráðherr­ann í til­kynn­ingu. 

Biden gaf til kynna í til­kynn­ingu sinni í kvöld að árás­irn­ar myndu halda áfram. 

Lloyd Austin varnarmálaráðherra.
Lloyd Aust­in varn­ar­málaráðherra. AFP/​Andrew Ca­ballero

Her­gögn­in geymd í Írak og Sýr­landi

Íran hef­ur neitað að bera ábyrgð á dróna­árás­inni og segja ásak­an­ir Banda­ríkja­manna vera illa ígrundaðar. Klerka­stjórn­in í Íran hafi ekki átt þátt í ákvörðun víga­sveit­anna.

John Kir­by, ör­ygg­is­ráðgjafi Hvíta húss­ins, hef­ur ekki átt í sam­skipt­um við Írani síðan 28. janú­ar. 

Árás­irn­ar eru sagðar vera gerðar í Írak og Sýr­landi því þar séu mik­il­væg her­gögn geymd. Íranski bylt­ing­ar­vörður­inn hafi aðgang að þess­um geymsl­um og fái þaðan sín her­gögn. 

Gert 170 árás­ir á her­stöðvar Banda­ríkj­anna

Víga­sveit­ir með tengsl við ír­anska bylt­inga­vörðinn hafa gert vel á annað hundrað árás­ir á her­stöðvar Banda­ríkj­anna síðan 7. októ­ber. 

Víga­sveit­irn­ar eru sagðar vera þjálfaðar og fjár­magnaðar af ír­anska bylt­ing­ar­verðinum. Þá láti hann þeim í té her­gögn sem notuð eru til að hæfa her­stöðvar Banda­ríkja­manna. Víga­sveit­irn­ar eru þó ekki endi­lega sagðar lúta al­farið stjórn ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert