Koma þurfi í veg fyrir stigmögnun

„Allir þurfa að koma í veg fyrir að staðan verði enn eldfimari,“ sagði Josep Borrell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, eftir fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í dag og vísaði þar til ástandsins í Mið-Austurlöndum.

Bandaríkjamenn gerðu árásir á skotmörk íranska byltingavarðarins og vígasveitir honum tengdar í Írak og Sýrlandi í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að árásirnar munu halda áfram eftir að drónaárás var gerð á herstöð Bandaríkjamanna í Jórdaníu 28. janúar. 

Aðgerð á Rauðahafi

Borell sagði að viðbrögð Bandaríkjamanna hefðu verið viðbúin.

„Hver árás leiðir til stigmögnunar og ráðherrarnir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa,“ sagði Borell eftir fundinn í dag.

Josep Borrell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins.
Josep Borrell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. AFP/John Thys

„Það eina sem við getum gert er að hvetja alla til þess að skilja það að hvenær sem er geta þessar árásir leitt til stærra atviks.“

Borell greindi frá því að Evrópusambandið myndi hefja aðgerð á Rauðahafinu í febrúar til þess að verja alþjóðleg skip fyrir árásum Húta. Aðgerðin yrði til „varnar“ og ekki yrði ráðist á landsvæði Húta í Jemen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert