Koma þurfi í veg fyrir stigmögnun

00:00
00:00

„All­ir þurfa að koma í veg fyr­ir að staðan verði enn eld­fim­ari,“ sagði Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, eft­ir fund ut­an­rík­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel í dag og vísaði þar til ástands­ins í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Banda­ríkja­menn gerðu árás­ir á skot­mörk ír­anska bylt­inga­varðar­ins og víga­sveit­ir hon­um tengd­ar í Írak og Sýr­landi í nótt. Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur heitið því að árás­irn­ar munu halda áfram eft­ir að dróna­árás var gerð á her­stöð Banda­ríkja­manna í Jórdan­íu 28. janú­ar. 

Aðgerð á Rauðahafi

Bor­ell sagði að viðbrögð Banda­ríkja­manna hefðu verið viðbúin.

„Hver árás leiðir til stig­mögn­un­ar og ráðherr­arn­ir hafa lýst yfir mikl­um áhyggj­um vegna þessa,“ sagði Bor­ell eft­ir fund­inn í dag.

Josep Borrell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins.
Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. AFP/​John Thys

„Það eina sem við get­um gert er að hvetja alla til þess að skilja það að hvenær sem er geta þess­ar árás­ir leitt til stærra at­viks.“

Bor­ell greindi frá því að Evr­ópu­sam­bandið myndi hefja aðgerð á Rauðahaf­inu í fe­brú­ar til þess að verja alþjóðleg skip fyr­ir árás­um Húta. Aðgerðin yrði til „varn­ar“ og ekki yrði ráðist á landsvæði Húta í Jemen. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert