Frans páfi fordæmdi „skelfilega aukningu í árásum gegn gyðingum á heimsvísu“ og aukningu í gyðingahatri eftir að stríðið á Gasa braust út 7. október.
„Við, kaþólikkar, höfum miklar áhyggjur af auknum árásum gegn gyðingum á heimsvísu,“ sagði í yfirlýsingu páfans sem birtist í dag og var tileinkuð gyðingum í Ísrael.
Þá hvatti Frans hryðjuverkasamtökin Hamas til að láta gísla lausa úr haldi. Talið er að um 132 séu enn í haldi á Gasa.