Sýrlendingar fordæma árásir Bandaríkjanna

„Ef þið vinnið Banda­ríkja­manni mein, þá mun­um við svara,“ var …
„Ef þið vinnið Banda­ríkja­manni mein, þá mun­um við svara,“ var haft eftir Biden í til­kynn­ingu. AFP/Saul Loeb

Stjórnvöld í Damaskus sögðu í morgun að hernám Bandaríkjanna á sýrlensk landsvæði gæti ekki haldið áfram.

Banda­ríski her­inn hæfði alls sjö staði í loft­árás­um sín­um á ír­anska bylt­ing­ar­vörðinn og víga­sveit­ir tengd­ar hon­um í gærkvöld.

Fjór­ir staðanna eru í Sýr­landi og þrír í Írak. Alls var skotið á 85 skot­mörk á um 30 mín­út­um og notaði her­inn til þess að minnsta kosti 125 sprengj­ur.

Loft­árás­in var svar Banda­ríkja­hers við dróna­árás sem gerð var á her­stöð Banda­ríkja­manna í Jórdan­íu 28. janú­ar en þrír banda­rísk­ir her­menn féllu í árás­inni.

Réðust ekki inn á íranskt landsvæði

Segir í yfirlýsingu frá sýrlenska hernum að í árásunum í nótt hafi fjöldi óbreyttra borgara og hermanna fallið. Auk þess hafi margir særst og tjón á almennings- og einkaeignum sé verulegt. 

Kom jafnframt fram að herinn myndi frelsa allt sýrlenskt landsvæði undan hryðjuverkum og hernámi.

Bandaríkjamenn kenndu hópum, sem studdir eru af Íran, um drónaárásina í Jórdaníu á sunnudag en réðust ekki inn á íranskt landsvæði, þar sem bæði ráðamenn í Washington og Teheran virtust hafa viljað forðast allsherjarstríð.

Geta ekki réttlætt þessa árásir

Bandaríkin eru með um 900 hermenn í Sýrlandi og 2.500 í nágrannaríkinu Írak. Er það partur af alþjóðlegu bandalagi gegn íslamska ríkinu, samtökum jíhadísta sem eitt sinn réðu yfir hluta beggja landa.

Sýrlenska utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýsingu að árásirnar væru til þess fallnar að „kveikja upp átökin í Mið-Austurlöndum á afar hættulegan hátt.“ Var árásunum bætt við skrá um brot Bandaríkjanna á sýrlensku fullveldi og landhelgi. 

Kemur jafnframt fram í yfirlýsingu ráðuneytisins að Sýrland fordæmi þetta grófa brot Bandaríkjanna og hafni afdráttarlaust öllum forsendum og lygum sem bandarísk stjórnvöld hafa notað til að réttlæta þess árás.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka