128 manns drepnir á Gasasvæðinu

Ísraelskir hermenn í Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins.
Ísraelskir hermenn í Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins. AFP

Að minnsta kosti 128 manns, mestmegnis konur og börn, voru drepnir í árásum Ísraela á borgirnar Rafah, sem er á austurhluta Gasasvæðisins, og Khan Younis, sem er í suðurhlutanum, í nótt og í morgun, að sögn heilbrigðisráðuneytisins á Gasasvæðinu sem Hamas-samtökin stjórna.

Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi undirbúið árásirnar á Ísrael 7. október í Khan Yunis og að háttsettir liðsmenn Hamas séu í felum í borginni.

Blinken í fimmta sinn til Mið-Austurlanda

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsækir Mið-Austurlönd í dag í von um að tryggja vopnahlé í stríði Ísraela og Hamas.

Antony Blinken þegar hann lagði af stað til Mið-Austurlanda.
Antony Blinken þegar hann lagði af stað til Mið-Austurlanda. AFP/Mark Schiefelbein

Þetta er fimmta ferðalag hans á svæðið síðan Hamas gerðu árás á Ísraela í október sem varð til þess að stríðið hófst.

Búist er við því að Blinken heimsæki Sádí-Arabíu, Ísrael, Egyptaland og Katar á ferðalagi sínu.

Áður en hann lagði af stað sagði hann mikla þörf fyrir mannúðaraðstoð á Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert