Árásirnar í Írak og Sýrlandi bara „upphafið“

Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan.
Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan. AFP/Jim Watson

Bandaríkjamenn ætla að grípa til „frekari aðgerða“ eftir víðtækar loftárásir Bandaríkjahers í Írak og Sýrlandi, sem koma í kjölfar þess að þrír bandarískir hermenn létust í drónaárás í Jórdaníu.

„Ég myndi bara segja að forsetinn [Joe Biden Bandaríkjaforseti] hafi verið skýr þegar hann gaf skipanirnar og útfærði þær að það væri upphafið að viðbrögðum okkar, og að það yrðu fleiri skref,“ sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, við CNN í þættinum State of the Union.

Spurður af þáttastjórnanda hvort það þýddi að Bandaríkjamenn væru að skipuleggja frekari árásir svaraði Sullivan: „Það sem það þýðir er að við munum grípa til frekari aðgerða.“

Óbreyttir borgarar drepnir, segir Írak

„Ég ætla augljóslega ekki að lýsa eðli þeirra aðgerða því ég vil ekki senda hnefahöggin okkar með símskeyti,“ sagði Sullivan enn fremur.

Ummæli Sullivans koma í kjölfar viðbragða Bandaríkjahers við drónaárásinni í Jórdaníu, sem varð þremur Bandaríkjamönnum að bana og særði yfir 40 manns í síðustu viku.  

Hefur spenna í kjölfarið aukist til muna milli Bandaríkjamanna og vígahópa sem njóta stuðnings Írana í Mið-Austurlöndum og hafa ráðist á bandarískar herstöðvar víðs vegar um svæðið í mótmælaskyni við stríðið á Gasa.

Fjög­ur skot­mörk sem Banda­rík­in hæfðu eru í Sýr­landi og þrjú í Írak. Alls var skotið á 85 skot­mörk og notaði her­inn í það minnsta 125 sprengj­ur. Að minnsta kosti 23 víga­menn í Sýr­landi féllu, að sögn sýr­lensku mann­rétt­inda­vakt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka