Konungur útskrifaður

Haraldur Noregskonungur er kominn heim af sjúkrahúsinu eftir að hafa …
Haraldur Noregskonungur er kominn heim af sjúkrahúsinu eftir að hafa greinst með sýkingu í öndunarfærum í síðustu viku. AFP/Sergei Gapon

Haraldur Noregskonungur hefur nú tekið við embættisskyldum sínum á ný eftir að hafa legið á sjúkrahúsi í nokkra daga með sýkingu í öndunarvegi. Hákon krónprins hljóp í skarð föður síns á meðan en í dag greindi konungshöllin í Ósló frá því í fréttatilkynningu að konungur væri kominn til starfa á ný.

Haraldur, sem er 86 ára gamall, hefur þurft að leggjast inn nokkrum sinnum síðustu ár, meðal annars vegna sýkinga og þrálátra svimakasta auk þess sem hann greindist með kórónuveiruna í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert