Leiðtogi sértrúarsöfnuðar í Kenía hefur verið ákærður fyrir morð á nærri 200 börnum. Fleiri en 400 lík fundust í grunnum gröfum í skóglendi í austurhluta Kenía í apríl á síðasta ári.
Trúarleiðtoginn og fyrrum leigubílstjórinn, Paul Mackenzie, er ákærður ásamt 29 öðrum innann safnaðarins, sem taldir eru vitorðsmenn. Allir hinna ákærðu neituðu sök er þeir voru færðir fyrir dómara í borginni Malindi í dag.
Einn sakborninganna var metinn óhæfur til að sitja réttarhöldin en honum var gert að mæta fyrir dóm á ný að einum mánuði liðnum.
Saksóknari segir Mackenzie hafa skipað fylgjendum sínum og börnum þeirra að svelta sig í hel til þess að hitta skapara sinn fyrir heimsendi. Einhver fórnarlambanna voru kyrkt, kæfð eða barin til bana með bareflum.
Fylgjendur söfnuðarins Good News International Church bjuggu í nokkrum einangruðum byggðum á 800-ekru landi í Shakola-skóginum í Kenía.
Bannaði Mackenzie söfnuðinum meðal annars að senda börn sín í skóla og fara á sjúkrahús þegar þau voru veik – sagði hann slíkar stofnannir satanískar.