Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur vikið samningaviðræðum um lausn gíslanna í haldi Hamas til hliðar og skipað hernum að undirbúa sókn á borgina Rafah í suðurhluta Gasa. Hann lýsti kröfum Hamas sem furðulegum og segir fullnaðarsigur innan seilingar.
Netanyahu greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi fyrr í dag.
Hann greindi frá þessu í kjölfar fundar við Anthony Blinken, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem miðlaði kröfum Hamas fyrir lausn gíslanna.
Þá lýsti hann kröfum Hamas sem „furðulegum“ og sagði:
„Að láta eftir furðulegum kröfum Hamas myndi ekki leiða til lausn gíslanna og þess í stað bjóða upp á annað blóðbað.“
Í ávarpi sínu sagði Netanyahu að hann hefði skipað hernum að undirbúa sókn á borgina Rafah í suðurhluta Gasa.
Borgin hefur dregið til sín fjölda fólks á flótta frá átökunum og þar er nú um ein milljón manna.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur lýst áhyggjum yfir áformum Ísrael að sækja á borgina og þeirri mannúðarógn sem myndi fylgja slíkum áformum.
Netanyahu lofaði fullnaðarsigri innan nokkra mánaða og sagði að með því að útrýma Hamas yrði vegurinn til friðar ruddur.