Leit bar ekki árangur

Línuskipið Kambur.
Línuskipið Kambur.

Leitað var í alla nótt að sjómönnunum tveimur, sem er saknað eftir að línubátur sökk suður af Suðurey í Færeyjum í gærmorgun. Leit verður haldið áfram í dag.

Sextán manns voru um boð í skipinu þegar það fékk á sig brotsjó og lagðist á hliðina. Fjórtán var bjargað um borð í þyrlu en tveggja er saknað.

Leitað var af sjó og lofti í gær að mönnunum tveimur og færeyskir fjölmiðlar segja að varðskipið Brimil hafi haldið leitinni áfram í nótt. Þyrla og flugvélar munu taka þátt í leitinni í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert