Austin aftur lagður inn á sjúkrahús

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP/Julia Nikhinson

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var fluttur á sjúkrahús síðdegis í dag vegna vandamála sem eru tengd þvagblöðru. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti hans. 

Austin gekkst undir aðgerð vegna krabba­meins í blöðru­hálskirtli í des­em­ber. Sneri hann aft­ur heim til sín degi síðar en var svo lagður aft­ur inn á sjúkra­hús vegna mik­illa verkja og ógleði. Joe Biden Bandaríkjaforseti vissi ekki af innlögninni fyrr en í byrjun janúar.

Austin baðst síðar afsökunar á því að hafa ekki upplýst um veikindin fyrr. 

Í þetta skiptið fékk almenningur að vita af innlögn Austin um tveimur klukkustundum eftir að hann lagðist inn. 

Í tilkynningu Pat Ryder, talsmanni ráðuneytisins, segir að Austin hafi verið fluttur á Walter Reed-sjúkrahúsið í Washington-borg vegna einkenna sem benda til þvagblöðruvanda. 

Búið er að upplýsa Hvíta húsið og æðstu ráðamenn varnarmálaráðuneytisins um stöðuna. 

Austin mun ekki sinna skyldum sínum á meðan hann er á sjúkrahúsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert