Stoltenberg bregst við ummælum Trumps um NATO

Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins,
Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), varar við orðræðu sem grefur undan öryggi aðildarríkja en Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði í gær að hann myndi hvetja Rússa til að ráðast á NATO-ríki sem stæðu ekki við fjárskuldbind­ing­ar sín­ar.

„Sú tillaga að bandamenn verji ekki hver annan grefur undan öllu öryggi okkar, þar á meðal öryggi Bandaríkjanna,“ segir Stoltenberg í yfirlýsingu.

Trump hótaði því í gær að ef hann yrði aftur kjörinn forseti Bandaríkjanna myndi hann ekki verja NATO-ríki sem hefðu ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar og jafnvel „hvetja“ Rússa til að ráðast á þau.

Trump hef­ur lengi verið gagn­rýn­inn á NATO og sagt ósann­gjarnt að Banda­rík­in verji önn­ur ríki banda­lags­ins.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP

Þjóni aðeins hagsmunum Pútíns

„Atlantshafsbandalagið hefur rennt stoðum undir öryggi og hagsæld Bandaríkjamanna, Kanadamanna og Evrópubúa í 75 ár,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

„Óvægnar yfirlýsingar um öryggi og 5. gr. #NATO þjóna aðeins hagsmunum [Vladimírs] Pútíns [Rússlandsforseta],“ bætti hann við. „Þær færa heiminum ekki meira öryggi eða frið.“

„Þvert á móti leggur hún enn meiri áherslu á nauðsyn þess að ESB efli stefnumótandi sjálfstæði sitt og fjárfesti í vörnum sínum,“ sagði Mihchel enn fremur.

Í 5. gr. er kveðið á um að verði NATO-ríki fyrir vopnaðri árás skuli hver og einn meðlimur bandalagsins líta á verknaðinn sem árás gegn öllum bandalaginu og gera ráðstafanir til að veita landinu sem fyrir ógninni verður aðstoð.

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB.
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. AFP/Ludovic Marin
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert