Austin lagður inn á gjörgæslu

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP/Saul Loeb

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var lagður inn á gjörgæsludeild í gærkvöldi en hann var fluttur á sjúkrahús síðdegis í gær vegna vandamála sem tengdust þvagblöðru.

Þetta kom fram í tilkynningu frá ráðuneyti hans þar sem vísað var í lækna ráðherrans.

Þar segir jafnframt að eftir fjölda rannsókna hafi Austin verið lagður inn á gjörgæsludeildina fyrir stuðning og náið eftirlit.

Hvíta húsið upplýst

Aust­in gekkst und­ir aðgerð vegna krabba­meins í blöðru­hálskirtli í des­em­ber. Skömmu eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsinu var hann lagður aftur inn vegna mikilla verkja og ógleði. Joe Biden Banda­ríkja­for­seti og aðrir háttsettir embættismenn vissu ekki af inn­lögn­inni fyrr en í byrj­un janú­ar.

Aust­in baðst síðar af­sök­un­ar á því að hafa ekki upp­lýst um veik­ind­in fyrr. 

Nú hefur Hvíta húsið og æðstu ráðamenn varnarmálaráðuneytisins verið upplýst um stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert