Leitinni hætt

Fiskiskipið Kambur. Mynd úr safni.
Fiskiskipið Kambur. Mynd úr safni.

Leit að tveimur sjómönnum, sem saknað var eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Suðurey í Færeyjum í síðustu viku, hefur formlega verið hætt og eru sjómennirnir taldir af.

Sextán manna áhöfn var um borð í skipinu þegar það fékk á sig brotsjó að morgni þriðjudagsins 7. febrúar og lagðist á hliðina.

Leituðu fram á laugardagskvöld

Fjórtán úr áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu en talið er að tveir hafi lokast inni í skipinu sem sökk skömmu eftir að síðasta manninum var bjargað. Leitað var bæði af sjó og úr lofti fram á laugardagskvöld en án árangurs.

Meðal annars tóku bresk kafbátaleitarflugvél, sem stödd var á Keflavíkurflugvelli, og dönsk eftirlitsflugvél þátt í leitinni og tvö færeysk varðskip, Brimil og Tjaldrið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert