Demókrati tekur þingsæti Santos

Tom Suozzi heldur ræðu er hann fagnar nýja sætinu.
Tom Suozzi heldur ræðu er hann fagnar nýja sætinu. AFP/Stephanie Keith

Demókratinn Tom Suozzi mun taka sætið í fulltrúadeild bandaríska þingsins sem Repúblikaninn George Santos þurfti að víkja úr. 

Þetta varð ljóst eftir að niðurstöður aukakosninga í New York, sem haldnar voru í gær, lágu fyrir.

Suozzi sat áður á þingi en gaf sæti sitt eftir er hann sóttist eftir embætti ríkisstjóra New York-ríkis sem hann fékk þó ekki. Er hann nú snúinn aftur á þing eftir að hafa hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í gær.

Repúblikanar halda naumum meirihluta í fulltrúadeildinni og er sigur Demókrata því ákveðið högg fyrir flokkinn.

Santos var látinn víkja af þingi síðasta haust vegna ýmissa hneykslismála sem hann er tengdur. Hefur hann m.a. verið ákærður fyrir auðkennisþjófnað og að hafa logið að kjörstjórn. Samþykkti mik­ill meiri­hluti þing­manna, þar á meðal 100 Re­públi­kan­ar, í at­kvæðagreiðslu að víkja Santos frá þing­störf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert