Rannsókn leiðir í ljós grimmilegt ofbeldi

Ísraelskir hermenn að störfum í borginni Nablus á Vesturbakkanum.
Ísraelskir hermenn að störfum í borginni Nablus á Vesturbakkanum. AFP/Jaafar Ashytiyeh

Síðustu fjóra mánuði hafa ísraelskar hersveitir beitt palestínskt fólk grimmilegu ofbeldi á hernumda Vesturbakkanum á sama tíma og heimsbyggðin fylgist með ástandinu á Gasasvæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amnesty International þar sem fjallað er um rannsókn mannréttindasamtakanna.

„Hersveitir hafa drepið palestínskt fólk með ólögmætum hætti, meðal annars með óhóflegri og ónauðsynlegri valdbeitingu gegn mótmælendum og við handtöku ásamt því að neita særðu fólki um læknisaðstoð,” segir í tilkynningunni þar sem vitnað er í rannsóknina.

AFP/Jaafar Ashtiyeh

„Amnesty International rannsakaði fjögur tilvik sem eru lýsandi fyrir ólögmæta og banvæna valdbeitingu ísraelska hersins. Þrjú þessara tilvika áttu sér stað í október og eitt í nóvember. Í þessum fjórum tilvikum létust 20 palestínskir einstaklingar, þar á meðal sjö börn,” segir þar einnig.

Fram kemur að rannsakendur hafi tekið viðtöl við 12 manns, þar af tíu vitni sem voru m.a. fyrstu viðbragðsaðilar eða íbúar á svæðinu. Tækni- og rannsóknarstofa Amnesty International, Crisis Evidence Lab, hafi sannreynt 19 myndbönd og fjórar myndir í tengslum við þessi fjögur tilvik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert