Mike Turner, formaður njósnanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur veitt þingmönnum aðgang að gögnum sem varða alvarlega ógn gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir að bæði Turner og Hvíta húsið hafi ekki verið viss um hvað felst í ógninni, segja tveir heimildarmenn og einn bandarískur embættismaður við CNN að ógnin tengist Rússlandi og hernaðargetu Rússa.
Heimildarmenn fréttastofu CNN, sem þekkja til leyniþjónustumála, segja að gögnin séu mjög viðkvæm.
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði þó síðdegis í dag að engin ástæða væri til að óttast.
„Við viljum bara að allir viti að stöðugar hendur eru við stýrið,“ sagði Johnson. „Við erum að vinna í þessu og það er engin þörf til örvæntingar.“