Alexei Navalní látinn

Alexei Navalní var óhræddur við að gagnrýna rússnesk stjórnvöld.
Alexei Navalní var óhræddur við að gagnrýna rússnesk stjórnvöld. AFP/Natalía Kólesníkovka

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní lést í morgun í fanganýlendu fyrir norðan heimskautsbaug, þar sem hann var að afplána nítján ára fangelsisdóm.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá rússneskum fangelsismálayfirvöldum.

Í tilkynningunni segir að Navalní hafi dáið vegna veikinda. Honum hafi liðið illa eftir göngutúr og misst meðvitund.

„Heilbrigðisstarfsmenn komu samstundis á vettvang og sjúkraflutningateymi var kallað út. Endurlífgunartilraunir voru reyndar en án árangurs. Sjúkraliðar úrskurðuðu hann látinn. Verið er að skoða dánarorsök.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert