Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir sé það rétt að Alexei Navalní sé látinn þá staðfesti það „veikleikann og fúann í því kerfi sem Pútín hefur komið á fót.“
Blinken er staddur á öryggismálaráðstefnunni í München. Hann sagði að ef fréttirnar reyndust réttar þá væri samúð hans með konu hans og fjölskyldu og að rússnesk stjórnvöld bæru ábyrgð á dauða hans.
Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, var sömuleiðis varfærinn í yfirlýsingum nú í morgun, og vildi leita nánari staðfestingar, en sagði þó:
„Þetta er mikill harmleikur, og í ljósi þess að rússnesk eiga langa og sóðalega sögu í því að valda andstæðingum sínum miska, þá vakna margar spurninga um hvað gerðist í raun og veru í þessu máli.“
Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, var sömuleiðis stödd á öryggismálaráðstefnunni í München. Samkvæmt frétt BBC, segist hún vilja leita frekari staðfestingar frá fjölskyldu Navalní áður en hún gæfi frá sér yfirlýsingu.