Dæmdur til að greiða tæplega 50 milljarða

Lögmenn Trumps segja úrskurðinn ekki vera réttlátan.
Lögmenn Trumps segja úrskurðinn ekki vera réttlátan. AFP/Charly Triballeau

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, hef­ur verið dæmd­ur til að greiða tæp­lega 50 millj­arða króna í sekt og fær ekki að stunda viðskipti í New York-ríki næstu þrjú árin.

Var hann fund­inn sek­ur af dóm­ar­an­um Arth­ur Eng­oron en á Trump að hafa ýkt virði eigna sinna í þeim til­gangi að knýja fram betri kjör á lán­um og trygg­ing­um.

Tveir syn­ir Trumps voru einnig dæmd­ir meðsek­ir og gert að greiða um 550 millj­ón­ir á mann.

Lög­menn Trump segja úr­skúrðinn ekki rétt­lát­an og hef­ur Trump sagt þetta vera leið demó­krata til að hafa áhrif á kosn­inga­bar­áttu hans, en hann mæl­ist með meira fylgi en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti um þess­ar mund­ir.

Don­ald Trump ekki eins og Bern­ard Madoff

„Þeir eru aðeins sakaðir um að blása upp verðmæti eigna til að græða meiri pen­inga. Don­ald Trump er ekki Bern­ard Madoff. Samt eru sak­born­ing­arn­ir ófær­ir um að játa villu síns veg­ar," sagði Eng­oron dóm­ari.

Eng­oron var þar að vísa í Bern­ard L. Madoff, sem eitt sinn starfaði sem stjórn­andi á Wall Street og árið 2008 varð and­lit fjár­mála­m­is­gjörða og svika fyr­ir að vera maður­inn á bak við eina stærstu fjár­mála­svika­myllu sög­unn­ar.

Er þetta sig­ur fyr­ir Le­titiu James, rík­is­sak­sókn­ara New York-rík­is, en það var hún sem ákærði hann. 

Þetta er enn eitt áfallið fyr­ir bók­haldið hjá Don­ald Trump en í síðasta mánuði var hann dæmd­ur til að greiða E. Jean Carroll rúm­lega 83 millj­ón­ir dala í skaðabæt­ur vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka