Fleiri en 100 handteknir í Rússlandi

Fjöldi fólks hefur mótmælt Rússlandsforseta eftir að fréttir bárust um …
Fjöldi fólks hefur mótmælt Rússlandsforseta eftir að fréttir bárust um andlát Navalní. Meðal annars hefur verið mótmælt í Bandaríkjunum, en þessi mynd er frá mótmælum í Washington D.C. Kevin Dietch/Getty Images/AFP

Að sögn rúss­nesku mann­rétt­inda­sam­tak­anna OVD-info hefur rússneska lögreglan handtekið fleiri en 100 manns sem hafa komið saman til að minnast Al­ex­ei Navalní.

Navalní lést í gær, en hann var rússneskur stjórn­ar­and­stæðing­ur­. Hann lést í fanga­ný­lendu fyr­ir norðan heim­skauts­baug, þar sem hann var að afplána nítj­án ára fang­els­is­dóm.

Víðsvegar um Rússland hefur fólk safnast saman til að minnast Navalní. Að sögn OVD-info hefur lögregla handtekið fólk í tíu borgum. Samtökin segja 64 hafa verið handtekna í Sankti Pétursborg og ellefu í höfuðborginni Moskvu. Ólöglegt er að mótmæla í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert