Að sögn rússnesku mannréttindasamtakanna OVD-info hefur rússneska lögreglan handtekið fleiri en 100 manns sem hafa komið saman til að minnast Alexei Navalní.
Navalní lést í gær, en hann var rússneskur stjórnarandstæðingur. Hann lést í fanganýlendu fyrir norðan heimskautsbaug, þar sem hann var að afplána nítján ára fangelsisdóm.
Víðsvegar um Rússland hefur fólk safnast saman til að minnast Navalní. Að sögn OVD-info hefur lögregla handtekið fólk í tíu borgum. Samtökin segja 64 hafa verið handtekna í Sankti Pétursborg og ellefu í höfuðborginni Moskvu. Ólöglegt er að mótmæla í Rússlandi.